
Blár Akur ehf
Við sníðum okkar þjónustu að þínum þörfum
Okkar Hlutverk
Blár Akur veitir þjónustu á sviði umhverfisvöktunar og heilbrigði eldisfisks sem eru lykilþættir í umhverfisvænu fiskeldi. Þjónustan byggir á lögbundnum kröfum yfirvalda og viðurkenndum stöðlum Sem eldisfyrirtæki fylgja (s.s. ASC, ISO, NS).
Ennfremur bjóðum við uppá tækniþjónstu í samstarfi við öflugan hóp hjá móðurfélagi okkar í Noregi, Akerbla group.
Okkar Þjónusta
Fréttir

Áhrifamat á vatnshlot
Fiskeldisfyrirtæki þurfa að láta framkvæma svokallað Áhrifamat á vatnshlot. Þetta er gert til að meta hvort starfsemin hafi áhrif á líffræðilega, efna- og eðlisfræðilega gæðaþætti þess vatnshlots sem þau losa í og hvort áhrifin séu slík að þau gætu haft áhrif á umhverfismarkmið vatnshlotsins, sbr. Vatnaáætlun Íslands frá 2022-2027 og lög um stjórn vatnamála, nr. 36/2011.

Blár Akur vinnur smitvarnaráætlanir með eldisfyrirtækjum
Smitvarnaráætlanir eru nauðsynlegur þáttur í rekstri fiskeldisfyrirtækja. Blár Akur eru sérfræðingar á því sviði og vinna náið með mörgum fyrirtækjum við gerð áætlana.

Vöktun lúsasmits á villtum laxfiskum
Blár Akur hlýtur styrk frá Umhverfissjóði Sjókvíaeldis í rannsóknir á lúsasmiti á villtum laxfiskum.

Gervigreind til að meta áhrif fiskeldis á umhverfið
Blár Akur í samstarfi við hugbúnaðarfyrirtækið Tanuki hlaut styrk í aukaúthlutun Umhverfissjóðs Sjókvíaeldis.

Blár Akur á Lagarlífi 2024
Blár Akur tók virkan þátt í Lagarlífi 2024 sem haldin var í Hörpu 8. og 9. október.