Ég er með BSc gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands, BSc honors og PhD gráðu í fiskalífeðlisfræði frá Gautaborgarháskóla.
Hef áratuga reynslu í rannsóknum á sviði fiskalífeðlisfræði, umhverfismála tengdum fiskeldi og hvernig best er að haga eldi með velferð fiska að leiðarljósi.
Ég hef verið og er stjórnandi í íslenskum og alþjóðlegum rannsóknaverkefnum á mínu sviði og hef því breiða þekkingu og sterkt tengslanet á mínu sviði.
Ég hóf störf hjá Bláum Akri í júní 2024 sem ráðgjafi.