Fyrirtækið hefur viðurkenndar rannsóknastofur sem uppfylla norska staðla (NS 9410:2016) er kemur að tegundagreiningum á botndýrum (TEST252).
Niðurstöður eru birtar í skýrslu (pdf.) og þar sem niðurstöðum er líst samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru.
B vöktun
Blár Akur framkvæmir vöktun umhverfis samkvæmt norska staðlinum NS 9410 (MOM B og C).
B sýnataka felur í sér vöktun á umhverfi við kvíar.
C vöktun
Ennfremur framkvæmir Blár Akur C vöktun samkvæmt NS 9410 staðlinum. Hér er um að ræða vöktun sem nær langt út frá kvíum.
ISO 12878 vöktun
Hér er um að ræða sniðvöktun sem byggir á að tekið er snið meðstraums frá kvíum og nær í gegnum áhrifasvæðin.
Ennfremur er ávallt tekin «control» stöð sem er fjarri kvíum og því utan áhrifa frá fiskeldi. Slík stöð gefur til kynna stöðu fjarðarins og hvort að «annarra áhrifa» gætir.